Fréttir

9.11.2016

Neyðarlína 112

Þórhallur Ólafsson forstjóri Neyðarlínunnar og fyrrum félagi í Rkl. Selfoss hélt erindi um fyrirtækið

Neyðarlínan var stofnuð 1995 af Slysavarnarfélagi Íslands, Pósti og síma, Slökkviliði höfurborgarsvæðisins og öryggisfyrirtkjunum Securitas og Vara. Ekki gekk það alveg þrautalaust fyrir sig að koma á einu neyðarnúmeri en á innan við ári var þetta fyrirkomulag búið að sanna sig. Á þessum 20 árum hefur félagið þroskast vel og sinnir lykilhlutverki í almannaþjónustu á Íslandi. Heldur félagið m.a. úti Tetra fjarskiptakerfi sem allir viðbragðsaðilar eru notendur að með rúmlega 7.000 notendur. Nú er félagið að mestu í eigu opinberra aðila og starfar sem opinbert hlutafélag.