Fréttir

8.11.2016

Klúbbfundur 3ja mín erindi

Agnar Pétursson er byggingameistari og hefur réttindi til húsasmíði o.fl. Agnar fór á skemmtlegan hátt yfir þær breytingar sem átt hafa sér stað í "Kerfinu" frá því að hann fékk sín meistararéttindi og til dagsins í dag. Hér áður var það hlutverk byggingameistarans að byggja, vera meistari og hafa eftirlit með því að allt væri rétt. Svo koma breytingar í gegnum árin og í dag er kerfið orðið svo flókið að allir hafa eftirlit með öllum, það má ekki vera sami aðili meistari og byggingastjóri og ofan á allt bera engir ábyrgð og vátryggingafélögin græða á útgáfu alls kyns trygginga sem svo eru kannski haldlitlar þegar á reynir. Fróðlegt erindi og vakti undrum.