Fréttir

31.10.2016

Suðurlandsskógar

Frá upphafi til enda.

Björn Bjarndal Jónsson hefur verið framkvæmdastjóri landshlutaverkefnisins Suðurlandsskóga frá upphafi. Þessu starfi lýkur nú um áramótin þegar öll skógrækt sameinast i Skógrætinni, nýrri stofnun. Björn sem er félagi í Rkl. Selfoss og fv. umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi 2013-2014, bauð félögum sínum í heimsókn þar sem hann fór yfir starf Suðurlandsskóga frá upphafi til enda, eins og hann kallaði erindi sitt. Einnig mætti Hrönn Guðmundsdóttir formaður skógarbænda á Suðurlandi og greindi frá helstu verkefnum félagsins. Bæði erindin voru áhugaverð og góður rómur gerður af þeim.