Klúbbfundur 4. október 2016
Eins og venja er hjá Rkl. Selfoss er fyrsti fundur hvers mánaðar haldinn sem klúbbfundur þar sem málefni klúbbsins eru tekin til umræðu. Að þessu sinni fór forseti Sigurður Þór Sigurðsson yfir málefni líðandi stundar og kynnti meðal annars nýjar reglur fyrir stallarasjóð sem höfðu verið samþykktar í stjórn. Þá minnti hann á umdæmisþingið sem haldið verður í Kópavogi en þar verður félagi í klúbbnum, Garðar Eiríksson kynntur sem umdæmisstjóri 2018-2019. Þá mætti Sigurður Jónsson fyrrv félagi sem gestur og kynnti handgerða muni sem hann framleiðir en Sigurður hefur náð ótrúlegur árangri við þessa listmunagerð eftir heilablóðfall sem hann fékk fyrir nokkuð mörgum árum. Með þrautsegju og dugnaði hefur Sigurður náð að þjálfa vinstri höndina og náð nokkurri færni í máli þrátt fyrir þessu miklu veikindi sem hann varð fyrir. Þá greindi formaður ferða og skemmtinefndar frá fyrirhugaðri keiluferð 17. okt.