Fréttir
Tru Flight Training
Guðmundur Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri kynnti fyrirtækið Tru Flight Training
Þriðjudaginn 13. september kynnti Guðmundur Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri félagsins Tru Flight Training starfsemi þess. Fyrirtækið rekur Boing 757 flughermi í þjálfunarsetri Icelandair í Hafnarfirði. Upphaf verkefnisins má rekja aftur til ársins 2014 en rekstur flughermisins hófst 1. janúar 2015. Kynning Guðmundar Arnars var afar áhugaverð og ljóst að þessi flughermir breytir miklu varðandi þjálfun flugáhafna.