Fréttir
Hellisskógur og heimsókn að Fagratanga
Félagar í Rkl. Selfoss hittust í Hellisskógi, sem er útivistarperla á norðurbakka Ölfusár fyrir utan brú á Selfossi. Þar hefur Skógræktarfélag Selfoss unnið mikið starf með ræktun skógs. Þar sem áður voru fúamýrar og berar klappir er nú skógi vaxin útivistarperla með mörgum göngustígum, að ógleymdum Hellinum. Björgvin Eggertsson félagi í Rkl. Selfoss tók á móti fólki og gat um helstu þætti í sögu félagsins og þessa svæðis. Að því loknu héldu félagar heim að Fagratanga en þar búa hjónin Sigurður K. Kolbeinsson félagi í Rkl. Selfoss og eiginkona hans Edda Sigurðardóttir. Sigurður bauð gesti velkomna og sagði sögur af sínu fólki og tengslum við staðinn. Félagar nutu veitinga í góðra vina hópi og þökkuðu gestgjöfum góðar móttökur.