Gengið milli hóla
Líkt og undanfarin ár hafa félagar í Rkl. Selfoss gengið með bökkum Ölfusár og notið leiðsagnar Lýðs Pálsson safnstjóra, en hann er manna fróðastur um mannlíf og staðhætti þessa svæðis. Á síðasta ári var numið staðar við Hallskot og því var nú komið að því að skoða Óseyrarnes og næsta bæ þar við sem nefndist Drepstokkur. (Talið að hafi eitthvað með stokk í ánni að gera) Göngunni var svo framhaldið að Einarshöfn. þá var gengið inn á Eyrarbakka, líkanið af Vesturbúð skoðað og að lokum genginn Búðarstígurinn að Húsinu. Lýður sýndi nýjustu eign safnsins sem er Kirkjubær, lítið hús gegnt Húsinu. Safnið eignaðist það hús fyrir skömmu og hefur það nú verið gert upp og breytt í safn sem lýsir alþýðuheimli um eða upp úr aldamótin 1900. Þar nutu félagar svo góðra veitinga í síðsumarblíðunni. Vel heppnum ferð og fróðleg.