Fréttir
Heimsókn til forsetahjónanna
Forseti Rkl. Selfoss Sigurður Þór Sigurðsson bauð ásamt eiginkonu sinni Kristínu Gunnarsdóttur, félögum í klúbbnum heim til þeirra hjóna þriðjudaginn 16. ágúst. Forseti hóf fund með því að minnast látins félaga Jóns Guðbrandssonar, dýralæknis. Jón var félagi í Rkl. Selfoss í 52 ár. Jón hafði gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn m.a. verið forseti hans eitt starfsár og var sæmdur Paul Harris viðurkenningu árið 2014. Blessuð sé minnig Jóns Guðbrandssonar.
Að lokinni minningu hins látna félaga buðu hjónin upp á veitingar og nutu félagar góðrar stundar í góðra vina hópi.