Fréttir

12.8.2016

Nýtt starfsár - gróðursetning

Nýtt starfsár er hafið. Að venju er ágústmánuður hafður með öðru sniði. Þriðjudaginn 9. ágúst komu félagar saman til gróðursetningar 6 reynitrjáa. Að þessu sinni var klúbbnum úthlutað nýtt svæði til gróðursetningar við Suðurhóla, neðstu götuna á Selfossi, þar sem fullplantað er í bæjargarðinum miðað við núverandi skipulag. Verkið gekk vel í veðurblíðunni undir stjórn Sigurðar Þórs Sigurðssonar forseta Rkl. Selfoss. Að verki loknu var félagsmönnum boðið í nærliggjandi iðnaðarhús eins félagans þar sem menn nutu léttra veitinga um stund.