Fréttir

30.6.2016

Stjórnarskiptafundur 28. júní

Stjórnarskiptafundur í Rkl. Selfoss var haldinn þriðjudaginn 28. júní á Hótel Selfossi. Forseti Ingimundur Sigurmundsson setti fund og flutti síðan skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár. Starfið á árinu var viðamikið, margt til gamans gert, góðir fyrirlesarar og síðan en ekki síst lét klúbburinn gott af hendi rakna til samfélagsmála í héraði. Ingimundur þakkaði stjórn og félögum í klúbbnum fyrir gott samstarf. Björgvin Eggertsson gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum klúbbsins sem og stallari Ívar Elíasdóttir sem gerði grein fyrir stallarasjóði. Forseti bar nýja forsetakeðju klúbbins og greindi frá því að eldri keðju ásamt nafnspjöldum allra eldri forseta hefði verið komið á spjald sögunnar sem var klúbbfélögum til sýnis. Fallegur smíðagripur og hér eftir verða nöfn forseta fest á spjaldið en ekki hengt á keðjuna. Var þessu vel fagnað.

Þá var komið að stjórnarskiptum og við tók ný stjórn sem er skipuð þannig:

Forseti Sigurður Þór Sigurðsson, verðandi forseti Ásta Stefánsdóttir, ritari Guðbjartur Ólason, gjaldkeri Sædís Íva Elíasdóttir og stallari Björn Rúriksson.

Nýr forseti setti nýjan fund, þann fyrsta á nýju starfsári og lýsti því yfir að þetta yrði skemmtilegt starfsár og margt væri á döfinni sem boðað yrði með dagskrá. Þá var afhent ný félagaskrá og dagskrá næsta starfsárs.