Fréttir
Klúbbfundur
Erlendir gestir mættu á fund hjá Rkl. Selfoss
Samkvæmt venju heldur Rkl. Selfoss klúbbfund fyrsta fund í hverjum mánuði. Að öllu jafnaði er haldinn stjórnarfundur á undan, þar sem stjórnin fer yfir mál klúbbsins. Á klúbbfundi 7. júní 2016 kynnti viðtakandi forseti Sigurður Þór Sigurðsson, drög að dagskrá og skipulagi næsta starfsárs en hefð hefur myndast fyrir því að starfsáætlun komandi árs er afhent prentuð á stjórnarskiptafundi. Á fundinn mættu 4 gestir frá USA, frá Virginíu, Ohio og Florida. Gestirnir afhentu fána sinna klúbba og fengu að launum fána Rkl. Selfoss. Virkilega ánægjuleg heimsókn.