Fréttir

18.5.2016

Brunavarnir Árnessýslu

Pétur Pétursson er nýráðinn slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu

Pétur tók nýlega við starfi slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu. Pétur greindi frá viðamiklu starfi BÁ og helstu áskorunum. Í Árnessýslu eru öll slökkvilið sameinuð í eitt félag undir stjórn Péturs. Aðalstarfsstöð er á Selfossi en auk þess eru starfsstöðvar víðs vegar um sýsluna. Þétt sumarhúsabyggð, skógargróður og aukinn ferðamannastraumur eru eru viðfangsefni ásamt mörgu öðru. Fróðlegt erindi varðandi þetta krefjandi öryggismál.  Á fundinn mættu 7 gestir, félagar úr nokkrum klúbbum af höfuðborgarsvæðinu sem mættu til fundar á mótorhjólum. Tveir félagar í Rkl. Selfoss fóru til móts við þá og óku til Reykjavíkur þar sem safnast var saman við Select við Vesturlandsveg. Þá var ekin Nesjavallaleið og um Grímsnes til Selfoss. Eftir fundinn bauð Einar Elíasson mótorhjólamönnum í heimsókn á safn sitt á flugvellinum á Selfossi. Eftir gott stopp þar í góðum félagsskap héldu gestirnir heim á tíunda tímanum.