Fréttir

21.4.2016

Netpartar - Nútímaleg endurvinnsla bifreiða

Rkl. Selfoss heimsótti fyrirtækið Netparta sem staðsett er í Byggðahorni rétt sunnan við Selfoss þriðjudaginn 19. apríl. Netpartar er framsækið fyrirtæki í endurvinnslu bifreiða. Aðalheiður Jacobsen framkvæmdastjóri skýrði starfsemi félagsins fyrir hópnum. Netpartar er sérhæft fyrirtæki í endurvinnslu tjónabifreiða, með gæða- og umhverfisvottun. Varahlutir úr tjónabílum eru seldir að mestu í netverslun. Það vakti athygli viðstaddra hversu allt fyrirtækið og umhverfi þess var hreint og snyrtilegt, hvergi olíublett að finna, enda eigendum óspart hrósað fyrir það hversu vel til hefur tekist.