Fréttir
Óvissuferð
Ferða- og skemmtinefnd efndi til óvissuferðar þriðjudaginn 5. apríl
Undir styrkri (bíl) stjórn formanns skemmtinefndar var ekið í smárútu upp Skeið og Hrepp. Lá leiðin í golfskálann að Efra-Seli í Hrunamannahreppi. Þar stóð til að kenna fólki að dansa en í þess stað mætti á staðinn Ásmundur Friðriksson alþingismaður og alræmdur Hrekkjalómur og sagði sögur af uppvexti sínum í Vestmannaeyjum. Sagði hann sögur af sjálfum sér og frændgarði sínum. Og þá fylgdu margar sögur af þeim Hrekkjalómum. Var þetta mikil skemmtun og mikið hlegið. Á Selfoss var svo komið á slaginu kl. 22.00. Takk fyrir skemmtilegt kvöld