Fréttir

6.3.2016

Rótarýdagurinn á Selfossi

Rótarýklúbbur Selfoss hélt upp á Rótarýdaginn með glæsilegri fjölþjóðlegri matarveislu á alþjóðaflugvellinum á Selfossi. Rótarýfélagi Einar Elíasson léði flugskýli sitt undir atburðinn. Þar er margt að sjá.

Lögð var áhersla á fljölmenningu á Rótarýdeginum 2016 hjá Rkl. Selfoss sem endurspeglaðist í fjölbreyttum matarréttum ásamt tónlist og alls konar upplýsingum um löndin sem maturinn eða uppskriftir komu frá . Um 40 manns félagar, makar og gestir áttu saman skemmtilega stund í flugskýli Einars El. á alþjóðaflugvellinum á Selfossi eins og hann var nefndur í tilefni dagsins. Í flugskýli Einars má finna m.a. Piper Cup flugvél, nokkra fornbíla og ýmsar minjar frá stríðsárunum og þá sérstaklega er snúa að flugvélum og veru Breta í Kaldaðarnesi.  Stemmingin leynir sér ekki á myndunum sem fylgja þessum pistli.