Fréttir

27.2.2016

Matslíkan við val á virkjanakostum Selfossveitna 

Sigurður Þór Haraldsson er vélaverkfræðingur frá HÍ og starfsmaður Selfossveitna. Sigurður kynnti mastersverkefni sitt.

Sigurður Þór Haraldsson er vélaverkfræðingur frá HÍ. Í mastersverkefni hans leggur hann upp matskerfi þar sem sett eru töluleg gildi á matsþætti sem til grundvallar liggja. Þannig fæst glögg mynd af þeim valkostum sem í boði eru og auðveldar þetta því alla ákvarðanatöku um val á virkjanakostum. Sveitarfélagið Árborg hefur stækkað og íbúum fjölgað á undanförnum árum. Nú er svo komið að leita þarf eftir frekara vatni til að þjóna íbúum sveitarfélagsins og er þetta verkefni Sigurðar hluti af þeirri vinnu. Fróðlegt erindi og upplýsandi um það að hitaveituvatn er ekki óþrjótandi auðlind og nauðsynlegt að ganga um þessi hlunnindi okkar að virðingu.