Fréttir

18.2.2016

Karl úrsmiður - fyrirtækjaheimsókn

Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar átti 50 ára afmæli 2015. Rkl. Selfoss heimsótti verslunina 16. febrúar 2016

Eigendur Kalla úr eins og verslunin er þekkt í hugum Selfyssinga eru hjónin Bogi Karlsson framkvæmdastjóri og félagi í Rkl. Selfoss og Kristín A. Guðmundsdóttir. Þau buðu félögum í Rkl. Selfoss í heimsókn. Bogi fór yfir sögu fyrirtækisins sem stofnað var af föður hans árið 1965. Bogi hóf störf árið eftir og hefur starfað við það síðan. Verslunin er með úr, skartgripi, gjafavörur og svo er mikið að gera í áritunum á ýmsa verðlaunamuni þar sem þau þjóna íþróttafélögum, fyrirtækjum og einstaklingum.