Fréttir

27.1.2016

Þorrablót Rkl. Selfoss

Þorrablótið var að þessu sinni haldið á sjálfan bóndadaginn í Eldhúsinu á Selfossi

Þorrablót Rkl. Selfoss og Inner Wheel á Selfossi var haldið á bóndadaginn 22. janúar í Eldhúsinu á Selfossi. Björn Rúriksson formaður skemmtinefndar stjórnaði blótinu eftir að forsetar klúbbanna höfðu sett fund og slitið. Þá lék Ingimar Pálsson félagi í Rkl. Selfoss undir bæði söng og dinnermúsik. Þá flutti Ásta Stefánsdóttir bæjarstýra á Selfossi mynni karla og skartaði glæsilegum íslenskum búningi. Minni kvenna flutti Björn Rúriksson. Skemmtilegt kvöld og matur og aðrar veigar sviku engan.