Fréttir
Saga Þorlákshafnar
Björn Pálsson sagnfræðingur kynnti ný útkomna Sögu Þorlákshafnar
Björn Pálsson sagnfræðingur og fyrrverandi héraðsskjalavörður í Árnessýslu hefur ritað sögu Þorlákshafnar frá 1930 - 1990. Björn mætti á fund Rkl. Selfoss og kynnti þetta mikla ritverk, sagði frá vinnunni sem tekið hefur mörg ár og sagði sögur tengdar ritverkinu. Bókin er vel myndskreytt og með mörgum skýringarteikningum og myndum. Fróðlegt erindi og skemmtilegt.