Fréttir

6.1.2016

Starfið hafið á nýju ári með klúbbfundi

Á klúbbfundum eru málefni klúbbsins rædd. Klúbbfundir eru haldnir fyrsta fund hvers mánaðar.

Forseti Rkl. Selfoss Ingimundur Sigurmundsson bauð félaga velkomna til starfa og óskaði þeim og fjölskyldum þeirra velfarnaðar á nýju ári. Sigurður Þór Sigurðsson viðtakandi forseti og umsjónarmaður Rótarýdagsins fh. klúbbsins fór yfir hugmyndir um verkefnið og að stefnt væri að halda samkomu þar sem matur frá ólíkum menningarsvæðum væri þemað. Tóku félagar vel í þá hugmynd. Þá sagði Garðar Eiríksson, aðstoðarumdæmisstjóri og félagi í Rkl. Selfoss frá Stórtónleikum Rótarý sem fóru fram í Norðurljósasal Hörpu sunnudagskvöldið 3. janúar. Glæsilegir tónleikar og Rótarýhreyfingunni til mikils sóma nú sem endranær. Þá fór fram stjórnarkjör. Fyrir fundinum lá tillaga frá stjórn sem hafði verið kynnt í tölvupósti áður og var hún samþykkt einróma.

Stjórn 2016-2017 verður skipuð þannig: Forseti Sigurður Þór Sigurðsson, viðtakandi forseti Ásta Stefánsdóttir, ritari Guðbjartur Ólason, gjaldkeri Sædís Íva Elíasdóttir og stallari Björn Rúriksson.