Fréttir

21.12.2015

Aðventukvöld Rkl. Selfoss

Aðventukvöld Rkl. Selfoss var haldið á Hótel Selfossi 15. des. ´15

Það var vel mætt á aðventukvöldið hjá Rkl. Selfoss þetta árið. Félagar, makar og gestir rúmlega 50 manns mættu og áttu saman notalega kvöldsstund. Forseti setti fund kl. 19.00 og gaf síðan formanni skemmtnefndar  Birni Rúrikssyni, stjórnartaumana og bauð öllum að njóta hins góða matar sem á boðstólum var. Guðbjörn Arnardóttir, sóknarprestur flutti hugvekju. Ingimar Pálsson félagi í Rkl. Selfoss lék undir söngatriðum og einnig spilaði hann dinnermúsik.  Björn Rúriksson, jarðfræðingur fór í fluggírinn ( er reyndar flugmaður auk margs annars) og flutti revíu með undirleik Ingimars og brast salurinn allur í mikinn hlátur. Það var ljóst af frammistöðunni, að stutt er í leikhæfileikana enda sonur eins af okkar frábæru leikurum, Rúriks Haraldssonar. Kvöldinu lauk svo með fjöldasöng. Þar með lauk starfi klúbbsins fyrir áramót og næsti fundur verður 5. janúar 2016.