Fréttir

9.12.2015

Hönnunarsamkeppni á Grænlandi

Oddur Hermannsson, landslagsarkitekt og félagi í Rkl. Selfoss tekur þátt í hönnunarsamkeppni á Grænlandi

Á vesturströnd Grænlands, í þorpi sem áður hét Jakobshavn stendur yfir hönnunarsamkeppni um húsnæði til móttöku ferðamanna og landslagshönnun í tengslum við það. Tveimur fyrirtækjum á Íslandi þ.e. Landformi og Arkís var boðið að taka þátt. Oddur Hermannsson er félagi í Rkl. Selfoss og eigandi Landforms. Oddur fór ásamt fleirum sem taka þátt í þessari samkeppni til Grænlands í október sl. Oddur kynnti verkefnið fyrir félögum sínum í Rkl. Selfoss og sýndi með því bæði myndir og afstöðuteikningar. Í ljós kom að 6 íslendingar eru í þeim 6 hópum sem boðið hefur verið að taka þátt í þessari samkeppni og verður gaman að fylgjast með framvindunni enda stórt verkefni og vandasamt.