Fréttir

4.12.2015

Klúbbfundur 1. des

á kúbbfundi eru málefni klúbbsins rædd auk þess sem félagar koma með innlegg eftir aðstæðum.

Forseti Ingimundur Sigurmundsson setti fund og ræddi um Rótarýdaginn. Sigurður Þór Sigurðsson er tilnefndur sem tengiliður við Rótarýdagsnefndina. Þá gat hann þess að stjórn hefði ákveðið að mæla með Garðari Eiríkssyni sem umdæmisstjóra 2018-2019. Formaður skemmti- og ferðanefnda gerði grein fyrir aðventukvöldi sem haldið verður 15. des.  Eftir matahlé hélt Garðar Eiríksson erindi sem hann kallaði Lífsins vatn og sögueyjar og fjallaði um Whiskyeyjurnar Islay og Jura. Þeir félagar Agnar Pétursson ferðuðust til Skotlands með konum sínum í júní sl. og kynntu sér whiskyeyjurnar í bland við margt annað sem Garðar greindi frá í erindi sínu ásamt því að hann sýndi myndir tengdar því.