Fréttir

18.11.2015

Sogsvirkjanir

Sigurður Jónsson frá Hrepphólum og félagi í Rkl. Selfoss,vann sem ungur maður við byggingu Steingrímsstöðvar í Sogi. 

Sigurður hélt erindi um uppbygginguna á Steingrímsstöð og sýndi myndir sem taldar voru glataðar en hafa nú verið settar yfir í stafrænt form.

Þegar Steingrímsstöð var í byggingu tók Erlendur tengdafaðir Sveins Skúlasonar félaga í Rkl. Breiðholts mikið af myndum af framkvæmdunum og eins þegar hið mikla óhapp varð, er stíflan brast ofan við inntaksmannvirkin í aftakaveðri. Yfirborð Þingvallavatns lækkaði þá um 1 og 1/2 metra og erfiðlega gekk með þeirra tíma tækni að stífla flóðgáttina. Það tókst þó með þrautsegju og náði Erlendur ómetanlegum myndum af þessu öllu saman. Landsvirkjun leitaði til Sigurðar Jónssonar sem vissi af þessum myndum og Björn Rúriksson ljósmyndari og félagi í Rkl. Selfoss var fenginn til að koma þeim í stafrænt form. Sigurður fræddi okkur um uppbyggingu stöðvarinnar, sagði sögur af mönnum og sýndi okkur þessar myndir sem eru ómetanlegur fróðleikur. Gestir á fundinum voru hjónin Sveinn Skúlason og Sólveig Erlendsdóttir og feðgarnir Ólafur Helgi Kjartansson Rkl. Keflavíkur og Kjartan T. Ólafsson sem var vélstjóri í Sogsvirkjunum í áratugi.