Fréttir

5.11.2015

Klúbbfundur - örerindi klúbbfélaga

Á klúbbfundi 3 nóvember var tekin upp sú nýbreytni að klúbbfélagar héldu örerindi, að þessu sinni þær Ragnheiður Hergeirsdóttir og Sædís Íva Elíasdóttir

Ragnheiður Hergeirsdóttir á sæti í Políóplus nefnd umdæmisins og fjallaði í erindi sínu um Pólíóplus daginn 24. október og þann árangur sem er sýnilegur í baráttunni gegn lömunarveikinni. Ragnheiður hvatti Rótarýfélaga til áframhaldandi vöku og baráttu gegn þessum vágesti en besta leiðin til þess er að styðja Rótarýsjóðinn.

Þá flutti Sædís Íva Elíasdóttir erindi um hjólaferð sem þau hjónin tóku þátt í byrjun október. Þau héldu með hópi íslendinga til Króatíu þar sem haldið var til á stórum bát sem ferjaði þau á milli eyja. Á þessum eyjum var síðan hjólað á sérbúnum fjallahjólum með stórum dekkjum því slóðarnir voru bæði brattir og grýttir. Íva sýndi fjölmargar myndir úr ferðinni fólki til glöggvunar á aðstæðum og fegurð svæðisins.

Bæði voru þessi erindi fróðleg og var þeim þakkað vel fyrir góðan flutning.