Fréttir

21.10.2015

Háskólinn í Reykjavík

Þorkell Sigurlaugsson hélt erindi um stofnun Háskólans í Reykjavík

Þorkell Sigurlaugsson er kunnur úr viðskiptalífinu og í fræðasamfélaginu fyrir verk sín. Þorekll er félagi í Rkl. Reykjavík-Miðborg. Þorkell hefur verið í forsvari við uppbyggingu Háskólans í Reykjavík og fer nú fyrir uppbyggingu á stúdentagörðum í tengslum við HR. Þorkell hélt erindi hjá Rkl. Selfoss og greindi frá aðdraganda og uppbyggingu HR. Þá fór hann yfir helstu stefnumál og strauma skólans. Eitthvað voru tæknimál að stríða mönnum í upphafi fundar en góður gestur dreif sig upp á borð og tengdi myndvarpann beint og eftir það gekk allt eins og í sögu. Erindi Þorkels var bæði fróðlegt og skemmtlegt og urðu ágætar umræður um tækni- og iðnmenntun að erindi loknu.