Fréttir

14.10.2015

Markaðsstofa Suðurlands

Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri


Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands flutti erindi um starfsemi félagsins og breyttar áherslur. Dagný tók við starfi framkvæmdastjóra fyrir um ári síðan og hefur verið að rýna áherslur og starfsemina í heild. Stjórnin hefur nú mótað þá stefnu að félagið sinni eingöngu áherslum varðandi ferðaiðnaðinn enda hefur hann vaxið svo gríðarlega á umliðnum árum og er í stöðugum vexti. Erindi Dagnýjar var fróðlegt, upplýsandi og sýndi vel það mikla flækjustig sem ferðaiðnaðinn umlykur.