Fréttir
Inntaka nýs félaga
Á klúbbfundi þriðjudaginn 6. október var tekinn inn nýr félagi í Rkl. Selfoss
Rkl. Selfoss bættist góður liðsauki þegar Lýður Pálsson, safnstjóri á Byggðasafni Árnesinga gerðist félagi. Lýður er klúbbfélögum að góðu kunnur, hefur haldið erindi í klúbbnum og síðustu 3 haust hefur hann leitt sögugöngur klúbbins niður eftir bökkum Ölfusár og stefnir að því að rölta um þorpið á Eyrarbakka næsta haust. Lýður er boðinn velkominn í hópinn.