Fréttir

1.10.2015

Heimsókn í safn Einars Elíassonar

Á Selfossflugvelli finnst merkilegt safn um stríðsminjar, bíla, flugvélar o.fl.

Rótarýfélagi Einar Elíasson hefur safnað munum um stríðsárin og ýmislegt fleira sem hann hefur komið fyrir á skemmtilegan hátt í flugskýli sínu á Selfossflugvelli.

Þriðjudaginn 29. september bauð Einar Elíasson heiðursfélagi í Rkl. Selfoss klúbbnum í heimsókn í flugskýli sitt á Selfossflugvelli. Þar hefur Einar safnað ýmsum munum frá seinni heimstyrjöldinni, sérstaklega það er varðar veru og uppbygginu breska hernámsliðsins í Kaldaðarnesi í Flóa. Þá hefur Einar safnað braki úr hinum ýmsu flugslysum frá stíðstímum og merkt inn á kort, viðeigandi staðsetningu flugvélaflakana. Einnig er Einar með til sýnis fornbíla sína og Thomsenbíl Sverris Andréssonar. Þá er einnig til sýnis Piper Cup flugvél sem Jón Guðbrandsson, dýralæknir og heiðursfélagi í Rkl. Selfoss á og gerði upp. Félagar í Rkl. Selfoss dvölu þarna í góðu yfirlæti fram eftir kvöldi og skoðuðu það sem þarna er til sýnis. Væri hægt að verja mörgum dögum ef komast ætti yfir það allt. Einari eru færðar þakkir fyrir höfðinglegar mótttökur.