Fréttir
Drekaslóð - Telma Ásdísardóttir flutti erindi
Um 10 ár eru síðan út kom bók um ævi Telmu Ásdísardóttur, þar sem vakin var athylgi á því ofbeldi sem hún varð fyrir í æsku.
23. sept flutti Telma Ásdísardóttir erindi um félagsskapinn Drekaslóð og það starf sem þar er unnið við að hjálpa þolendum ofbeldis af margvíslegu tagi. Um 10 ár eru síðan bókin um ævi Telmu kom út þar sem hún lýsir því gengdarlausa ofbeldi sem hún varð fyrir í æsku. Bókin hristi duglega upp í íslensku samfélagi og opnaði til muna umræðu um ofbeldi og þá ekki síst kynferðislegt ofbeldi á börnum. Um 5 ár eru síðan félagið Drekaslóð var stofnað en þar er unnið með þolendur ofbeldis við að vinna úr sinni reynslu og gera einstaklinga hæfari til að takast á við daglegt líf og byggja sig upp. Afar fróðlegt og vel flutt erindi og var Telmu þakkað fyrir hennar fórnfúsa og mikla starf fyrir samfélagið.