Fréttir

10.9.2015

Frumkvöðlar og CI-markeding

Helgi Viggósson er frumkvöðull á svið rafrænnar tækni.

Þriðjudaginn 8. september flutti Helgi Viggósson frumkvöðull á svið upplýsingatækni erindi um verkefni sem hann vinnur að. Verkefnið kallar hann CI markeding (Customer Inteligent markeding) sem snýst um að nýta upplýsingar um atferli viðskiptavina, með upplýstu samþykki þeirra) þannig að hægt sé að bjóða honum persónulega þjónustu líkt og kaupmaðurinn á Horninu gat hér áður fyrr. Þá fór Helgi yfir starfsumhverfi sprotafyrirtækja hér á Íslandi og gat þess að sárlega vanti svokallaða Englafjárfesta sem væru tilbúnir að leggja verkefnum lið. Erindi Helga var fróðlegt og var honum þakkað fyrir með góðu lófataki.