Göngu- og sagnaferð um Flóagaflshverfi
Félagar í Rkl. Selfoss gengu um Flóagaflshverfið undir leiðsögn Lýðs Pálssonar sagnfræðings.
25. ágúst var farið í göngu- og sagnaferð um Flóagaflshverfið sem liggur á bökkum Ölfusár, norðan við byggðina á Eyrarbakka. Félagar söfnuðust í bíla við Hótel Selfoss á fundartíma og héldu síðan sem leið lá niður á Eyrarbakka og þegar komið var að afleggjaranum að Sólvangi og fuglafriðlandinu, var beygt út af og eknið um 3ja km leið að Hallskoti sem var ein af hjáleigum Flóagafls. Þar tók Lýður Pálsson, sagnfræðingur og forstöðumaður Byggðasafns Árnessýslu á móti fólki og sagði frá svæðinu, höfuðbólinu Flóagafli og hjáleigum þess. Lýður las meðal annars upp úr Sandvíkur-Skruddu föður síns, Páls heitins Lýðssonar, bónda og sagnfræðings frá Litlu-Sandvík. Þá var Siggeir Ingóflsson allsráðandi í Hallkoti einnig til frásagnar um eitt og annað. Eftir stutta göngu um hverfið og margar sögur af fólkinu sem þarna hafði búið, voru þegnar léttar veitingar og haldið heim á níunda tímanum eftir fróðlega og skemmtilega ferð.