Fréttir
Hjólatúr og heimsókn til Björgunarfélags Árborgar
Það er orðin föst venja hjá Rkl. Selfoss að ágústmánuður er nýttur til útivistar. Þann 18. ágúst var safnast saman við Hótel Selfoss á reglulegum fundartíma og síðan hjólað um bæinn undir stjórn Agnars Péturssonar. Var víða staldrað við og þegnar léttar veitingar á leiðinni. Hjólaferðinni var svo heitið til björgunarmiðstöðarinnar og Björgunarfélag Árborgar heimsótt. Félagar hlýddu á orð formanns BFÁ, Tryggva H. Oddssonar, sem sagði frá starfseminni.Þá var aðstaðan og tækjabúnaður skoðaður og boðið var upp á léttan málsverð. Bestu þakkir til félaganna í BFÁ fyrir góðar móttökur