Fréttir

26.8.2015

Hjólatúr og heimsókn til Björgunarfélags Árborgar

Það er orðin föst venja hjá Rkl. Selfoss að ágústmánuður er nýttur til útivistar. Þann 18. ágúst var safnast saman við Hótel Selfoss á reglulegum fundartíma og síðan hjólað um bæinn undir stjórn Agnars Péturssonar. Var víða staldrað við og þegnar léttar veitingar á leiðinni. Hjólaferðinni var svo heitið til björgunarmiðstöðarinnar og Björgunarfélag Árborgar heimsótt. Félagar hlýddu á orð formanns BFÁ, Tryggva H. Oddssonar, sem sagði frá starfseminni.Þá var aðstaðan og tækjabúnaður skoðaður og boðið var upp á léttan málsverð. Bestu þakkir til félaganna í BFÁ fyrir góðar móttökur