Fréttir

14.8.2015

Gróðursetning í Sigtúnagarði á Selfossi

Nýtt starfsár hefst með gróðursetningu í miðbæjargarðinum á Selfossi

Félagar í Rkl. Selfoss komu saman til þriðja fundar á starfsárinu og að þessu sinni var unnið að gróðursetningu í Sigtúnargarðinum á Selfossi. Til margra ára hefur það verið hefð hjá félögum í Rkl. Selfoss að stunda útivist og gróðursetningu í ágústmánuði ár hvert. Hefur verið gróðursett m.a. í Laugardælaeyjunum sem er út í Ölfusá rétt ofan við brúnna við Selfoss. Að þessu sinni var framhaldið gróðursetningu í miðbæjargarðinum sem heitir í reynd Sigtúnagarður. Þar hafa félagar í Rkl. Selfoss gróðursett mörg falleg reyniviðartré á undanförnum árum og setja þessu fallegu tré fallega umgjörð um gangstíga garðsins.