Stjórnarskiptafundur
Starfsárið 2014-2015 gert upp á stjórnarskiptafundi 30. júní
Forseti Björgvin Eggertsson setti fund kl. 19.00. Þá flutti hann skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2014-2015. Starfið gekk vel, nýjir félagsmenn gengu til liðs við klúbbinn en einnig urðu breytingar á högum annarra og fækkaði um 1 á árinu. Þá var staðið myndarlega að því að láta ljós Rótarý skína í samfélaginu m.a. með þáttöku í Rótarýdeginum og með veitingu styrkja til góðra málefna. Á árinu voru fjórir félagar í klúbbnum útnefndir í starfsnefndir á vegum Rótarý á Íslandi. Björn B Jónsson í valnefnd fyrir umdæmisstjóra, Björn Rúriksson í ritnefnd Ragnheiður Hergeirsdóttir í Polio Plus og Garðar Eiríksson aðstoðar umdæmisstjóri næstu þrjú starfsár 2015 -2018. Forseti færði félagsmönnum þakkir fyrir gott og starfsamt ár og gaf gjaldkera orðið. Gjaldkeri Ásta Stefánsdóttir kynnti reikninga klúbbsins fyrir starfsárið 2014-2015. Niðurstaðan var góð þrátt fyrir að rúmar 600 þúsundir hafi verið veittar í styrki til góðra málefna. Skýrsla stjórnar og reikningar voru samþykktir samhljóða. Forseti færði öllum þeim félögum og mökum sem tóku þátt í móttöku ungmenna á vegur Rótarý þakkir fyrir vel unnin störf. Stjórn Rkl. Selfoss starfsárið 2014-2015 skipuðu: Björgvin Eggertsson, forseti, Ingimundur Sigurmundsson, verðandi forseti, Garðar Eiríksson, ritari, Ásta Stefánsdóttir, gjaldkeri og Guðbjartur Ólason, stallari.