Tónlistarhjónin Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Vignir Stefánsson
Stefán Magnússon fékk son sinn og tengdadóttur til þess að spila og syngja á fundi Rkl. Selfoss
Stefán Magnússon kynnti hjónin og tónlistarfólkið Vigni Stefánsson og Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur. Bæði eru þau hámenntuð í sínu fagi. En auk þess að kenna tónlist hafa þau komið víða við og nú síðast í söngleiknum Billy Elliot í Borgarleikhúsinu. Til heiðurs fyrrum félaga í Rkl. Selfoss, Baldri Böðvarssyni og að beiðni föður síns hóf Vignir leik með því að spila lagið Black and White en síðan söng Guðlaug nokkur lög við undirleik Vignis. Eftir eitt aukalag var þeim klappað lof og þakkað fyrir frábæran tónlistarflutning. Kærar þakkir fyrir frábært kvöld. Guðbjörg Alfreðsdóttir umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi mætti óvænt á fundinn eins og um er getið í annarri frétt og gat þess hversu ótrúlega gaman hefði verið að fá að taka þátt í þessari skemmtun.