Fréttir

17.6.2015

Rkl. Selfoss hlýtur viðurkenningu "President Citation"

Guðbjörg Alfreðsdóttir umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi afhenti Rkl. Selfoss viðurkenningu

Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi mætti á fund Rkl. Selfoss ásamt eiginmanni sínum Ásmundi Karlssyni og barnabarni Mána Snæ Axelssyni. Guðbjörg gat þess að aðeins 10 klúbbar af 30 hefðu skilað inn svokölluðu „President Citation“ sem er nokkurs konar tékklisti á ýmsum þáttum í starfi Rótarýklúbba og er metinn til stigagjafar. Rkl. Selfoss var einn af 4 klúbbum á Íslandi sem náðu tilskildum stigafjölda og afhenti Guðbjörg, Björgvini Eggertssyni forseta Rkl. Selfoss, viðurkenningarskjal þess efnis undirritað af henni og alþjóðaforseta RI. Glæsilegur árangur sem Rkl. Selfoss er stoltur af.