Fréttir

13.6.2015

Vertu Úlfur

Héðinn Unnsteinsson hélt erindi um geðheilbrigðismál og bók sína Veru Úlfur.

Héðinn Unnsteinsson starfar sem sérfræðingur í Forsætisráðuneytinu. Héðinn bar klúbbnum kveðju Karls Björnssonar fyrrum félaga.  Héðinn kynnist ungur Rótarýhreyfingunni en afi hans var félagi í Borgarnesklúbbnum. Héðinn þáði Georgíustyrk til háskólanáms

í Bandaríkjunum og er sérfræðingur í stefnumótunarfræðum. Héðinn fór nokkrum orðum um eigin sýn á stjórnsýsluna á Íslandi og hvernig hann sæi hana fyrir sér, taldi að hér dygði að hafa 8 ráðuneyti og 12 sveitarfélög. Héðinn kynnti því næst bók sína, Vertu Úlfur, sem fjallar um eigin upplifun hans af geðsjúkdómi og gagnrýni hans á geðheilbriðgiskerfið. Gagnrýni sem meðal annars leiddi til þess að geðlæknir hans hafnaði því að vera áfram læknir hans. Gagnrýni Héðins kallaði m.a. á viðbrögð Landlæknis . Héðinn flutti erindi sitt mjög skörulega svo eftir var tekið og las nokkra kafla úr bókinni þar sem hann lýsti ástandi sínu á mismunandi stigum sjúkdómsins. Voru þetta áhrifamiklar lýsingar á hugarástandi veiks einstaklings. Bókin hefur vakið athygli og lof og vonandi að hún veki fólk til umhugsunar um þessi mál. Héðni var þakkað vel flutt og fróðlegt erindi