Fréttir
  • Magnús B. Jónsson

27.4.2015

Námskeið í félagaþróun

Ingimundur Sigurmundsson verðandi forseti Rkl. Selfoss sat námskeið í félagaþróun á vegurm Rótarý á Íslandi

Rótarýumdæmið á Íslandi hélt námskeið í félagaþróun. Skyldumæting er fyrir verðandi forseta en aðeins 16 af 30 mættu.

Í hinum vestræna heimi hefur Rótarýfélögum fækkað nema á Íslandi. Rótarýhreyfingin stendur fyrir hnitmiðuðu námskeiði fyrir verðandi forseta og annað forystufólk í Rótarýhreyfingunni með það að markmiði að efla starfið og fjölga félögum. Hingað til lands kom Jens Erik Rasmundssen frá umdæmi 16 og hélt dagsnámskeið á Grand hóteli í Reykjavík. Frá Selfossi mættu Ingimundur Sigurmundsson verðandi forseti og Garðar Eiríksson, forseti 2013-2014 og verðandi aðstoðar umdæmisstjóri.