Skipulagsmál í Árborg
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar ræddi um skipulagsmál í Árborg
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar og félagi í Rkl. Selfossi, hélt erindi um skipulagsmál í Árborg sem hún kallaði Skipulagsmál - nokkur sýnishorn. Ásta ræddi um flókna umgjörð skipulagsmála og gat þess að ferlið væri sífellt að lengjast og flækjustigið að aukast. Þá fór Ásta yfir ýmis mál sem væru á mismunandi vinnslustigum í ferlinu og sýndi glærur til skýringa. Má þar nefna: Byggðahorn - sagan endalausa. Fjörustígurinn á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar - sagan næstum því endalausa.
Önnur dæmi voru um Hótel Selfoss, Austurveg 51-59, Austurveg 69, Geitanes vegna fráveitu, Eyrarbakki-Skúmsstaðahverfi/Háeyrarhverfi, FSU verknámshús, Sandvíkurskóli og sundlaugin, umhverfi Kríunnar á Eyrarbakka, jarðstrengjalögn og nokkur væntanlega verkefni s.s. golfvöllinn og miðbæ Selfoss, en það mál verður kynnt sérstaklega á fundi í klúbbnum 27. maí. Umræður voru góðar og var Ástu þakkað fróðlegt erindi.