Fréttir
  • Ólafur Helgi Kjartansson

14.4.2015

Klúbbfundur 14. apríl

Á klúbbfundum eru rædd innri málefni klúbbsins.

Mörg mál voru á dagskrá klúbbfundar 14. apríl

Forseti setti fund kl. 19.00. Ragnheiður Hergeirsdóttir minnti á átakið Fyrirmyndardagur sem ætlaður er atvinnuleitendum með skerta starfsgetu. Nokkrir atvinnurekendur taka á móti þessum einstaklingum og kynna þeim starfsemi sinna fyrirtækja föstudaginn 17. Apríl. Markmið með þessum kynningum er að skapa betra samfélag. Þá var rædd tillaga Þjóðmálanefndar varðandi tónlistarfélagið. Tillagan kveður á um að það sé ekki hlutverk Rkl. Selfoss að ákveða með niðurlagningu tónlistarfélagsins, þrátt fyrir að félagar í Rkl. Selfoss hefðu staðið fyrir stofnum félagsins. Þá var samþykkt annar liður í tillögu Þjóðmálanefndar þess efnis að klúbburinn stuðlaði að nánari tengslum við tónlistarskólann t.d. með árlegum styrkjum og eða bókagjöfum til fyrirmyndarnemenda. Samþykkt var að styrkja Tónlistarlistarskóla Árnesinga um kr. 300.000.- í tilefni af 60 ára afmæli skólans. Jafnframt var samþykkt að styrkja Björgunarfélag Árborgar um kr. 100.000.-.

Þá tóku forseti og verðandi forseti sig til og leiðbeindu um stofnun atburða s.s. nefndafunda og skráingu mætinga á heimasíðu Rotary.is. Ingimundur verðandi forseti fór yfir drög að starfsáætlun næsta árs og að lokum minnti Agnar Pétursson á efni næstu tveggja funda, en þá munu þær Ásta Stefánsdóttir og Ragnheiður Hergeirsdóttir halda erindi annars vegar um skipulagsmál og hins vegar átakið Allir vinna.

Farið var með fjórprófið og viðtakandi forseti sleit fundi kl. 20.10.