Fréttir
  • Ólafur Helgi Kjartansson

1.4.2015

Heimsreisa 2014

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri og Rótarýfélagi fór í hringinn í kringum jörðina á 35 dögum í maí - júní 2014

Ólafur Helgi lét drauminn rætast þegar hann varð sextugur og fór hringinn í kringum jörðina og kom við á alheimsþingi Rótarý í Sidney í Ástralíu

Ólafur Helgi Kjartansson varð sextugur árið 2013. Af því tilefni ákvað hann að láta langþráðan draum rætast þ.e. að fara hringinn í kringum jörðina með viðkomu í Danmörku, Bandaríkjunum, Kanada, Hawai (USA), Nýja Zjálandi, Árstralíu þar sem hann sótti alþjóðaþing Rotary, þá næst til Singapur og lokum til Danmerkur og Íslands. Ferðin tók 35 daga og sótti Ólafur marga Rotaryfundi á leið sinni um heiminn m.a. í Alice Springs í Ástralíu. Ólafur greindi í máli og myndum frá ferð sinni og fjölda viðkomustaða. Hann kom m.a. við í Point Roberts þar sem faðir hans bjó með foreldum sínum áfyrri hluta 20 aldarinnar og fann þar húsið sem fjölskyldan bjó í, hitti ættingja og fólk sem þekkti til. Þá vakti hann athygli á því að þremur árum eftir jarðskjáltana í Christchurch í NZ, var mörgu ólokið varðandi tjónauppgjör og uppbyggingu. Ólafur koma víða við í erindi sínu sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt og var þakkað með góðu lófataki.