Fréttir
  • Óli Þ Guðbjartsson og Björgvin Eggersson

30.3.2015

Bobby Fisher - breyskur snillingur

Óli Þ. Guðbjartsson félagi í Rkl. Selfoss var með erindi um Bobby Fisher og Fishersafnið á Selfossi

Fishersafnið á Selfossi er tileinkað Bobby Fisher og segir sögu þessa mikla en breyska snillings og meinleg örlög hans.

Óli Þ. Guðbjartsson sem er einn úr hópi eldri borgara sem annast Fishersetrið á Selfossi, flutti erindi um Robert James Fisher, gallagrip og skákséni. Óli rakti fjölskylduhagi og merkilega sögu móður hans, sem var hundelt af FBI um langan tíma, grunuð um njósnir fyrir Sovétríkin. Líf hennar var á margan hátt örðugt. Geðræn vandamál, útistöður við lögregluna, flækingur á milli borga og þátttaka í alls konar mótmælum. 1.000 bls. Skýrslur FBI eru helstu heimildir um líf hennar og barnanna. Bobby varð skákmeistari USA 14 ára gamall en fljótlega fór að bera á sálrænum vandamálum hjá honum. Skákferill hans stóð í 15 ár og flaug hæst þegar hann varð heimsmeistari í Laugardalshöllinni 1972 í frægu skákmóti sem gjarnan er nefnt Eingvígi aldarinnar. Þar atti hann kappi við Boris Spassky, annálað prúðmenni. Fisher vann með 12,5 á móti 8,5 vinningum. Heimsmeistaratitillinn var dæmur af Bobby 1975 og var líf hans sorgleg eyðimerkurganga frá því. M.a. var hann stöðugt á flótta sem rekja má til andlegra veikleika. Frægt er þegar Íslendingar fluttu hann heim frá Japan og veittu honum ríkisborgararétt. Hann lést á Íslandi 2008 og er jarðaður í Laugardælakirkjugarði. Árið 2013 var með dyggri aðstoð góðra manna sett á fót safn tileinkað Bobby hér á Selfossi, saga um mikinn snilling og meinleg örlög. Formaður stjórnar safnsins er Ingimundur Sigurmundsson verðandi forseti Rkl. Selfoss