Flugklúbbur Selfoss 40 ára
Helgi Sigurðsson formaður Flugklúbbs Selfoss
Helgi fór yfir 40 ára sögu klúbbsins og uppbyggingu flugvallarins í máli og myndum. Þegar byrjað var á flugvallargerðinni var mottóið: Engin leyfi, engar áætlanir og að láta verkin tala. Frumkvöðlar flugklúbbsins voru þeir félagar Einar El og Jón Guðbrandsson, báðir heiðursfélagar í Rkl. Selfoss. Formenn hafa verið fjórir Jón Guðmundsson, lögga, Sigurður Karlsson, Einar Elíasson og Helgi Sigurðsson. Helgi rakti helstu verkefni varðandi rekstur og viðhald vallarins, 40 ára afmæli klúbbsins á liðnu ári o.fl. Þá fór hann yfir skipulagmál og framtíðarsýn en einkaflug er orðið mjög dýrt og mikið reglugerðarfargan dregur úr áhuga og möguleikum manna til að eiga þetta sem hobbý. FIS vélar eru að koma svolítið inn í stað stærri véla þar sem minni kröfur eru til þeirra gerðar. Framtíðarsýnin er sú að þetta er lítill sveitaflugvöllur í jaðri Selfoss, velbúinn fyrir minni vélar og meðalstórar. Lega vallarins er afar hagstæð og nálægðin við Selfoss. Þá mun framtíð Reykjavíkurflugvallar skipta miklu um hvernig Selfossflugvöllur muni þróast.