Fréttir
Inntaka nýs félaga hjá Rkl. Selfoss
Rögnvaldur Kristinn Rafnsson nýr félagi hjá Rkl. Selfoss
Nýr félagi var tekinn inn á klúbbfundi hjá Rkl. Selfoss 3. mars
Sú regla er hjá Rkl. Selfoss að halda klúbbfund fyrsta fund hvers mánaðar þar sem málefni klúbbsins eru til umræðu. Á klúbbfundum eru jafnframt á stundum haldin starfsgreinaerindi, 3 mín. erindi og rædd málefni sem ekki eiga heima á almennum fundum. Jafnframt eru nýjir félagar teknir inn á klúbbfundum. Rögnvaldur Kristinn Rafnsson er nýr félagi í Rótarýklúbbi Selfoss og var tekinn inn á klúbbfundi 3. mars. Rögnvaldur er hugbúnaðarsérfræðingur og starfar sjálfstætt við verkefni tengd alþjóðaflugi. Rögnvaldur er boðinn velkominn í hóp Rótarýfólks.