Fréttir
Landform fyrirtækjaheimsókn
Landform-fyrirtækjaheimsókn
Oddur Hermannsson framkvæmdastjóri og eigandi tók vel á móti félögum sínum í Rkl. Selfoss
Landform ehf. er sérhæft fyrirtæki í landslagsarkitektúr og skipulagsvinnu alls konar. það var stofnað árið 1994. Oddur Hermannsson stofnandi og framkvæmdastjóri bauð félögum sínum í Rkl. Selfoss í heimsókn og kynnti starfsemi félagsins. Í tilefni dagsins var boðið upp á saltkjöt og baunir sem runnu ljúft í viðstadda.