Fréttir
  • Birkir Hólm Guðnason frkvstj. Icelandair

28.1.2015

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair

Framkvæmdastjóri Ícelandair kom í heimsókn til Rkl. Selfoss og greindi frá starfsemi félagsins og framtíðarsýn.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair heimsótti Rkl. Selfoss þriðjudaginn 27. janúar. Birkir kom víða við í sínu ávarpi.  Miklar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum og er gert ráð fyrir því að fluttir verði um 3 milljónir farþega í ár en þeir voru um 1,3 milljónir árið 2009. 26. janúar ákvað stjórn félagsins að bæta við 24 vélinni. Áfangastaðir verða 39 í ár og tengimöguleikar um 350. Þá greindi Birkir frá helstu áherslum varðandi markaðsstarfið og hvernig starfsmenn félagsins hefðu séð tækifærin í krísunum þremur sem upp hafa komið á síðustu árum þ.e. árásirnar á tvíburaturnana í NY, fjármálahrunið 2008 og eldgosin 2010-2014. Birkir fékk margar fyrirspurnir sem hann svaraði af lipurð. Var honum þakkað skemmtilegt og fróðlegt erindi með lófataki.