Fréttir

22.1.2015

Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls

Ragnar flutti fróðlegt erindi um áliðnaðinn og Norðurál

Þriðjudaginn 20. janúar kom forstjóri Norðuráls Ragnar Guðmundsson í heimsókn til Rkl. Selfoss. Ragnar bjó á Selfossi sem unglingur þar sem faðir hans var framkvæmdastjóri  Hafnar hf. sem rak m.a. verslun og sláturhús. Ragnar greindi frá þróun áliðnaðarins sl. 20 ár auk þess sem hann sýndi í góðum glærum yfirlit um framleiðsluferli og helsu stærðir varðandi Norðurál. Þá gat hann þess að Bens C-Class væri þeim hugstæður hjá Norðuráli enda framleiddur að miklu leyti úr áli frá þeim.  Margt fleira bar á góma en of langt mál að telja upp hér. Þrátt fyrir spennuþrunginn handboltaleik var mæting á fundinn mjög góð eða 93%. Þá er rétt að benda á umfjöllun á INNTV um Norðurál sem félagi í Rkl. Selfoss, Sigurður K. Kolbeinsson gerði undir heitinu fyrirtækjaheimsóknir