Fréttir

15.1.2015

Erlendur Kristjánsson deildarstjóri í Mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Erlendur Kristjánsson deildarstjóri ræddi um æskulýðsmál og rannsóknir

Erlendur Kristjánsson deildarstjóri í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu flutti erindi um æskulýðsmál og rannsóknir á þeim.

Erlendur Kristjánsson deildarstjóri í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur um langan tíma unnið að æskulýðs- og íþróttamálum innan ráðuneytisins og er kunnur fyrir eldhug og áhuga. Erlendur hefur unnið með og verið tengiliður við öll helstu félagasamtök sem vinna að æskulýðsmálum á landinu s.s. skátafélögum, UMFÍ, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Heimil og skóla o.s.frv. Erlendur greindi frá mörgum verkefnum sem unnið er að m.a. verkefni sem kallast „Ekkert hatur“ og fjallar um ungt fólk og samfélagsmiðla. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við fjölda félaga sem sinna æskulýðsmálum og er ætlað að taka á einelti og rætni á samfélagsmiðlum. Þá fór hann yfir fróðlegar niðurstöður rannsókna um hátterni æskunnar og sýndi fram á að línurit á niðurleið eru afar jákvæð þróun. Vakti Erlendur athygli á þeim góða árangri sem náðs hefði á liðnum árum í baráttu við áfengis- og eiturlyfjanotkun æsku landsins. Árangur sem vakið hefur athygli víða um heim. Í lokin gat Erlendur þess að vel væri búið að ungu fólki á Suðurlandi og ekki síst í Árborg.