Fréttir

15.5.2013

Fontana á Laugarvatni

Félagi okkar Oddur Hermannsson með erindi um framkvæmdirnar við nýja gufubaðið á Laugarvatni

Oddur Hermannsson 30.4.2013


Forseti setti fund kl. 19 bauð alla velkomna og sérstaklega gesti fundarins Jón Pétursson Rkl. Héraðs, og konu hans Huldu Matthíasdóttir. Forföll hafa boðaða Guðmundur Karl og Kristján Már. Ritari las upp fundargerð 38. Fundar, gerðar voru minniháttar athugasemdir við fundargerðina. Vigfús sagði frá breytingum á sínum högum og að fjölskyldan væri að flytja í Hafnarfjörð og að hann muni hætta í klúbbnum. Hann þakkaði fyrir samveruna þann tíma sem hann hefur starfað í klúbbnum. Hann hefur ekki fundið annan klúbb til að ganga í. Forseti þakkaði Vigfúsi fyrir starfið í klúbbnum og að hann ætti heiðurinn að þeirri góðu heimasíðu sem klúbburinn heldur úti. Færði honum loks fána klúbbsins. Matarhlé, boðið upp á kjúklingasúpu sem maður átti sjálfur að setja útí snakk og niðurspændan ost. Að matahléi loknu var Oddur Hermannsson með erindi í máli og myndum um framkvæmdir við nýja gufubaðið á Laugarvatni sem heitir Fontana. Fyrirtæki Odds Landform var boðið að taka þátt í samkeppni um hönnun á nýju húsi fyrir gufubaðið 2003, keppni sem að Landform vann þrátt fyrir að vera landsslagsarkitektúr stofa en ekki hefðbundin arkitektastofa. Framkvæmdir við verkið hófst svo ekki fyrr en árið 2010 og tók bygging á hússins 13 mánuði. Að mörgu var að huga í byrjun framkvæmda, eins og að gera sér grein fyrir hitanum í jörðu á byggingastað og hvernig húsið yrði staðsett þannig að hitinn nýttist. Húsið var lækkað niður í landið til að falla betur inn í landslagið. Gera þurfti ráð fyrir að munur á mesta og minnsta vatnshæð í Laugarvatni gæti numið allt að 80 sentímetrum. Á undirbúningstímanum var stærð hússins allt frá 80 m2 í byrjun, fór upp í 1600 m2 þegar mest var, en endaði í 750 m2. Lögð var áhersla á að hafa sem flesta hluti sem náttúrulegasta en ekki of sundlaugalega. Framundan er svo áframhaldandi vinna við að þróa svæðið með fleiri laugum sem eru sem náttúrlegastar, eins og sandböð þar sem að mokað er heitum sandi yfir fólk þegar það liggur á volgri jörðunni. Verkefnið er komið í 800 milljónir og eru eigendur einstaklingar og Icelandair. Það kostar 2600 kr. inn í Fontana. Oddi þakkað gott og upplýsandi erindi.

Oddur Hermannsson 30.4.2013Oddur Hermannsson 30.4.2013Oddur Hermannsson 30.4.2013Oddur Hermannsson 30.4.2013Oddur Hermannsson 30.4.2013Oddur Hermannsson 30.4.2013Fundur 30.4.2013Fundur 30.4.2013Fundur 30.4.2013